mið 14. nóvember 2018 14:15
Ívan Guðjón Baldursson
Sancho hafnaði Bayern fyrir Dortmund
Mynd: Getty Images
Þýski miðillinn Bild greindi frá því að Bayern München hafi hafnað tækifæri til að fá Jadon Sancho til sín þegar hann gekk til liðs við Borussia Dortmund sumarið 2017.

Hasan Salihamidzic, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern, segir þetta ekki vera rétt. Bayern hafi boðið Sancho samning, en hann valdi frekar að fara til Dortmund.

„Það er rétt að Bayern vildi fá Jadon Sancho og gerði félagið honum tilboð sem var ekki samþykkt," sagði Salihamidzic í samtali við Bild.

Sancho, sem er fæddur 2000, hefur verið mikilvægur hlekkur í sterku liði Dortmund á upphafi tímabils og er byrjaður að spila fyrir enska A-landsliðið.

Dortmund er á toppi þýsku deildarinnar, með sjö stiga forystu á Bayern sem er í fimmta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner