Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 14. nóvember 2018 19:00
Fótbolti.net
Lalli lundi framtíðar lukkudýr íslenska landsliðsins?
Icelandair
Red hjálpar Christian Kabasele ‏leikmanni Belga með farangur sinn.
Red hjálpar Christian Kabasele ‏leikmanni Belga með farangur sinn.
Mynd: Twitter - Belgíska knattspyrnusambandið
Lukkudýrið Red er áberandi í kringum leiki hjá belgíska landsliðinu. Red mætir á æfingar og heilsar upp á leikmenn auk þess að halda uppi fjörinu á leikjum Belgíu.

Íslenskir fjölmiðlamenn hafa tekið vel eftir Red fyrir leik Belgíu og Íslands í Þjóðadeildinni annað kvöld. Í Innkastinu í dag ræddu Elvar Geir Magnússon, Tómas Þór Þórðarson og Magnús Már Einarsson um að kominn sé tími á að fá lukkudýr hjá íslenska landsliðinu.

Í kjölfarið kom hugmynd að lukkudýri íslenska landsliðsins. Lalli Lundi.

„Þetta væri smá óður til Lalla Lagerback. Lundi í stuttbuxum og treyju, þetta getur ekki klikkað," sagði Tómas Þór.

Nánar var rætt um þessa hugmynd í Innkastinu.

Hér að neðan má sjá Red í stuði fyrir æfingu belgíska landsliðsins í vikunni.
View this post on Instagram

He stole my shoes 😒😅 @belgianreddevils

A post shared by Michy Batshuayi (@mbatshuayi) on


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner