mið 14. nóvember 2018 16:55
Magnús Már Einarsson
Lukaku ekki með - Batshuayi byrjar gegn Íslandi
Icelandair
Michy Batshuayi.
Michy Batshuayi.
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belga, hefur staðfest að Romelu Lukaku verði ekki með í leiknum gegn Íslandi í Þjóðadeildinni annað kvöld.

Lukaku hefur verið að glíma við meiðsli og er ekki leikfær. Michy Batshuayi, framherji Valencia, fær sénsinn í fjarveru hans.

Lukaku skoraði tvívegis í 3-0 sigri Belgíu á Íslandi í september en hann verður fjarri góðu gamni á morgun.

„Vanalega segi ég ekkert um það hver byrjar en í þetta skipti ég brýt ég þá reglu. Michy Batshuayi byrjar," sagði Martinez á fréttamannafundi nú síðdegis.

Fleiri leikmenn eru fjarverandi hjá Belgum og má þar meðal annars nefna Kevin de Bruyne og Jan Vertonghen.

Sjá einnig:
Nokkrir öflugir á meiðslalistanum hjá Belgum
View this post on Instagram

He stole my shoes 😒😅 @belgianreddevils

A post shared by Michy Batshuayi (@mbatshuayi) on


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner