Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 14. nóvember 2018 18:45
Brynjar Ingi Erluson
Van Dijk tilbúinn að hjálpa Liverpool að næla í De Ligt
Virgil van Dijk vill hjálpa Jürgen Klopp að fanga Mathijs De Ligt
Virgil van Dijk vill hjálpa Jürgen Klopp að fanga Mathijs De Ligt
Mynd: Getty Images
Hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk er tilbúinn til þess að hjálpa Liverpool að landa Mathijs de Ligt, liðsfélaga hans í hollenska landsliðinu.

Liverpool keypti Van Dijk frá Southampton í janúar á þessu ári fyrir metfé en hann hefur heldur betur stimplað sig inn í liðið og er lykilmaður í vörninni.

Það er þó annar Hollendingur sem er líka að fanga fyrirsagnirnar en það er Mathijs de Ligt sem leikur með Ajax. Hann á þegar tíu landsleiki fyrir Hollandi þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára og þá hefur hann spilað yfir 70 leiki fyrir aðallið Ajax.

De Ligt er einn eftirsóttasti varnarmaður heims um þessar mundir en lið á borð við Barcelona, Bayern München, Manchester United og Juventus hafa sýnt honum mikinn áhuga.

Van Dijk segist tilbúinn að gefa njósnurum Liverpool hans álit á leikmanninum til þess að reyna að fanga hann.

„Hann er búinn að ná mjög langt þrátt fyrir ungan aldur. Hann er góður varnarmaður, góður drengur og rólegur. Hann veit hvað hann vill og vonandi tekur hann rétta skrefið á ferlinum," sagði Van Dijk.

„Hann er klárlega á lista yfir leikmenn sem ég myndi mæla með og það eru nú þegar margir njósnarar að vinna fyrir Liverpool. Ef þeir þurfa mína skoðun þá mun ég klárlega aðstoða þá," sagði hann í lokin.


Athugasemdir
banner
banner