Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 14. nóvember 2018 18:35
Brynjar Ingi Erluson
ÍBV fær portúgalskan markvörð (Staðfest)
Rafael Veloso er kominn til ÍBV
Rafael Veloso er kominn til ÍBV
Mynd: ÍBV
ÍBV hefur gengið frá samning við portúgalska markvörðinn Rafael Veloso en hann kemur frá Valdres í Noregi.

Veloso er 25 ára gamall en hann ólst upp hjá Sporting Lisbon áður en hann fór frá félaginu árið 2012.

Hann hefur spilað með Belenenses, B-liði Deportivo La Coruna og Oriental á ferlinum.

Veloso hefur leikið 33 leiki fyrir yngri landslið Portúgal, þar af þrjá leiki með U20 ára liðinu.

Pedro Hipolito tók við ÍBV eftir tímabilið eftir að hafa stýrt Fram og virðist hann vera að horfa til heimalandsins þegar það kemur að því að styrkja hópinn.

Halldór Páll Geirsson rifti samning sínum við ÍBV á dögunum og er Veloso ætlað að fylla skarðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner