mið 14. nóvember 2018 20:10
Brynjar Ingi Erluson
Foden fær sex ára samning hjá Manchester City
Phil Foden er að framlengja við Manchester City
Phil Foden er að framlengja við Manchester City
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City er að ganga frá samningum við enska undrabarnið Phil Foden en hann fær sex ára samning.

Foden er aðeins 18 ára gamall en hefur þrátt fyrir það spilað tíu leiki á þessu tímabilið fyrir Englandsmeistara City.

Hann er talinn eitt mesta efni Englands en hann vann HM með U17 ára landsliðinu á síðasta ári og var valinn besti leikmaður mótsins.

Þrátt fyrir mikla breidd í liði City þá hefur hann fengið tækifærin undir stjórn Pep Guardiola og nú er hann við það að framlengja samning sinn við félagið.

Núverandi samningur hans rennur út eftir næsta tímabil en City vill þó ganga frá hlutunum strax. Hann mun skrifa undir sex ára samning áður en mánuðurinn er úti.

Mörg félög í Evrópu hafa sýnt honum áhuga en þar má nefna Juventus, Borussia Dortmund, Barcelona og Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner