Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 16. nóvember 2018 06:00
Arnar Helgi Magnússon
Gerrard ekki sannfærður þegar Rodgers sagðist ætla að kaupa Balotelli
Steven Gerrard og Mario Balotelli í leik gegn Hull árið 2014.
Steven Gerrard og Mario Balotelli í leik gegn Hull árið 2014.
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard vissi ekki alveg hvernig hann átti að bregðast við þegar Brendan Rodgers, þáverandi þjálfari Liverpool kom upp að honum á æfingasvæði Liverpool í ágúst 2014 og sagðist ætla að kaupa Mario Balotelli.

„Ég hafði aldrei hitt Mario. Ég var búin að heyra einhverjar sögur af því að hann væri að kveikja í flugeldum inni hjá sér. Svo var ég búin að heyra Mourinho tala um hann á neikvæðan hátt."

„Ég vissi að hann hefði hæfileika innan vallar en svo skoðaði maður það sem að hann var að brasa utanvallar þá spurði ég mig hvort hann væri ekki að sóa hæfileikum sínum. Þannig leit ég á Balotelli áður en ég kynntist honum," segir Gerrard.

Gerrard var einn af þeim fyrstu til að fá að vita að Rodgers ætlaði að kaupa Balotelli.

„Rodgers kom til mín á æfingasvæðið og hann útskýrði fyrir mér að hann hafi ætlað að fá nokkra leikmenn sem að honum hefði ekki tekist að fá, svo að hann þyrfti að "gambla" á leikmann og ákvað að taka Balotelli."

Gerrard segir að viðbrögðin sín hafi verið sérstök.

„Uhh, ahh, ehh, var það fyrsta sem ég sagði. Ég var ekki sannfærður.
Athugasemdir
banner
banner
banner