fös 16. nóvember 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðadeildin í dag - Frakkar geta unnið sinn riðil
Úr vináttulandsleik Íslands og Frakklands í október. Frakkland getur unnið sinn riðil í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag.
Úr vináttulandsleik Íslands og Frakklands í október. Frakkland getur unnið sinn riðil í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Lærisveinar Lagerback í norska landsliðinu eru í fínum málum.
Lærisveinar Lagerback í norska landsliðinu eru í fínum málum.
Mynd: Getty Images
Smáþjóðin Gíbraltar hefur verið að spila vel í Þjóðadeildinni.
Smáþjóðin Gíbraltar hefur verið að spila vel í Þjóðadeildinni.
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera í Þjóðadeildinni í dag.

Frakkland getur tryggt sér sigur í Riðli 1 í A-deildinni með sigur eða jafntefli gegn Hollandi. Holland þarf að vinna leikinn til þess að eiga möguleika á að vinna riðilinn. Ef Holland vinnur, þá fellur Þýskaland niður í B-deild.

Það eru tveir leikir í B-deildinni. Slóvakía og Úkraína mætast annars vegar og Wales og Danmörk hins vegar. Úkraína er búið að vinna sinn riðil, Slóvakía er án stiga fyrir leikinn

Fyrir leik Wales og Danmerkur er Wales með sex stig og Danmörk fjögur stig. Þetta er toppslagur. Wales er búið að leika þrjá leiki en Danmörk tvo. Þegar þessi lið mættust síðast, þá vann Danmörk 2-0 sigur.

Lars Lagerback er í fínum málum með sína menn í norska landsliðinu. Liðið er með níu stig fyrir leik sinn gegn Slóveníu, sem er með eitt stig. Noregur getur komið sér í mjög fína stöðu fyrir lokaleik sinn gegn Kýpur með sigri í dag.

Kýpur og Búlgaría mætast á sama tíma í þessum sama riðli. Búlgaría er með níu stig eins og Noregur. Kýpur er með fjögur stig.

Það eru innbyrðis viðureignir sem gilda í Þjóðadeildinni. Búlgaría vann 1-0 sigur gegn Noregur í Búlgaríu en í Noregi vann Noregur 1-0 sigur. Það er því markatalan sem gildir á milli þessara liða. Eins og staðan er núna, er Noregur með 3+ en Búlgaría 2+.

Gíbraltar er í baráttu um að komast upp í C-deild Þjóðadeildarinnar. Gíbraltar spilar lykilleik við Armeníu í kvöld, bæði lið eru með sex stig fyrir leikinn. Í þessum sama riðli er Makedónía með níu stig og Liechtenstein með þrjú stig. Þessi lið mætast líka í kvöld.

Hér að neðan eru allir leikir kvöldsins.

A-deild
19:45 Holland - Frakkland

B-deild
19:45 Slóvakía - Úkraína
19:45 Wales - Danmörk

C-deild
19:45 Kýpur - Búlgaría
19:45 Slóvenía - Noregur

D-deild
19:45 Gíbraltar - Armenía
19:45 Liechtenstein - Makedónía
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner