Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 15. nóvember 2018 23:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Draumur að rætast að spila með Rooney"
Jadon Sancho er aðeins 18 ára gamall.
Jadon Sancho er aðeins 18 ára gamall.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney.
Wayne Rooney.
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho, sá efnilegi leikmaður, lék sinn annan landsleik fyrir England í kvöld, fyrsta byrjunarliðsleikinn.

Sancho lagði upp annað markið í 3-0 sigri gegn Bandaríkjunum.

Sancho, sem slegið hefur í gegn með Dortmund í Þýskalandi, segir að það hafi verið mikill heiður að spila með Wayne Rooney í kvöld. Rooney var að spila kveðjuleik sinn fyrir enska landsliðið, sinn 120. landsleik fyrir Englands hönd.

„Ég naut þessa leiks mikið, að spila fyrir framan fjölskyldu mína og stuðningsmenn enska landsliðsins. Það var draumur að rætast að spila með Wayne Rooney, hann er goðsögn og mikil fyrirmynd fyrir mig," sagði Sancho.

„Ég var stressaður fyrir leikinn en hann kom til mín og sagði við mig að njóta þess að vera á vellinum, ég hefði engu að tapa."

„Ef hann hefði ekki talað við mig þá hefði ég örugglega farið stressaður inn í leikinn. Mér hefði aldrei nokkurn tímann dottið í hug að ég væri að fara að spila minn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir enska landsliðið 18 ára."

„Vonandi geta þeir komið með bikarinn heim"
Rooney, sem er markahæstur í sögu enska landsliðsins, var mjög ánægður með að fá þennan kveðjuleik.

„Mér finnst það frábært að enska knattspyrnusambandið sé að fagna leikmönnum sem hafa sett sitt merki á landsliðið. Þetta hefur aldrei gerst áður en á að vera búið að gera það."

„Yngsti sonur minn hefur aldrei séð mig fyrir spila fyrir England. Í kvöld var fyrsta og síðasta skiptið. Þetta er stórkostlegt fyrir okkur fjölskylduna."

Rooney segir að framtíðin sé björt fyrir enska landsliðið.

„England er í mjög öruggum höndum miðað við það sem ég hef séð í þessari viku. Það er frábært hvernig liðið er þjálfað, þetta er geggjaður hópur af ungum leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér í fótboltanum."

„Vonandi geta þeir komið heim með bikar fyrir Englendinga."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner