Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 16. nóvember 2018 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður um Kolbein: Hefði alltaf tekið þessa áhættu
Icelandair
Kolbeinn Sigþórsson kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson í gær.
Kolbeinn Sigþórsson kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður á 64. mínútu gegn Belgíu í gær, í 2-0 tapi í Þjóðadeildinni.

Kolbeinn er kominn á fulla ferð eftir mjög erfið meiðsli sem héldu honum frá keppni í rúmt eitt og hálft ár. Hann hefur verið í síðustu tveimur landsliðshópum og er áfram í hópnum gegn Belgíu og Katar.

Kolbeinn er hins vegar úti í kuldanum hjá félagsliði sínu Nantes í Frakklandi en hann hefur einungis fengið að æfa með varaliðinu þar á þessu tímabili.

Spurningar hafa auðvitað vaknað um það hvort Kolbeinn eigi að vera að spila fram yfir leikmenn sem eru að spila og með félagsliðum sínum.

Þetta var tekið fyrir eftir leik Íslands og Belgíu í gær á Stöð 2 Sport. Tveir fyrrum landsliðsmenn, Eiður Smári Guðjohnsen og Ólafur Ingi Skúlason, fóru yfir mál Kolbeins.

„Það að hann sé valinn í landsliðið og sé sýnilegur á velli fær kannski hann til að hugsa um að hann sé á leiðinni upp og opnar fyrir hann tækifærið að fara eitthvað annað í janúar. Það hefur verið hugsunin hjá þjálfurunum, að gera hann sýnilegan. Félagsliðið hans er að frysta hann, þeir eru ekki að sýna hann neitt," sagði Eiður þegar hann talaði um Kolbein.

„Nú fara kannski önnur félög að hugsa um hann, það er í lagi með hann og hann er með 22 mörk í 46 landsleikjum. Tökum sénsinn á honum. Þannig horfi ég á það."

„Kolbeinn er einsdæmi hjá okkur og hann hefur unnið sér það inn með því hvernig hann hefur spilað fyrir okkur í gegnum tíðina."

„Finndu betri framherja sem Ísland hefur átt en Kolbein Sigþórsson þegar hann er í toppformi! Ég sem landsliðsþjálfari hefði alltaf tekið þessa áhættu."

Sjá einnig:
Hamren: Kolbeinn þarf að fara að spila til að halda sæti sínu
Athugasemdir
banner
banner
banner