Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 16. nóvember 2018 10:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rooney leið vandræðalega undir restina hjá United
Rooney og Jose Mourinho, núverandi stjóri United.
Rooney og Jose Mourinho, núverandi stjóri United.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney spilaði í gær kveðjuleik sinn fyrir enska landsliðið, sinn 120. landsleik. Hann spilaði rúman hálftíma í öruggum 3-0 sigri gegn Bandaríkjunum.

Rooney leikur í dag með DC United í Bandaríkjunum og mun hann væntanlega klára ferilinn þar.

Hann hefði viljað klárað ferilinn hjá Manchester United en sagði í samtali við heimasíðu félagsins að hann hefði farið á réttum tíma þar sem hann var ekki að fá mikinn spiltíma. Rooney tók eitt tímabil með uppeldisfélaginu Everton áður en hann hélt til Bandaríkjanna.

Í samtali við fyrrum liðsfélaga sinn, Gary Neville, í viðtali á Sky Sports, segir Rooney að honum hafi liðið vandræðalega undir restina hjá United.

„Ég trúi því að ég hafi verið nógu góður til að komast aftur í liðið, en ég fékk aldrei það tækifæri," sagði Rooney.

„Ég kom inn á í eina mínútu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, ég átti að koma inn á í úrslitum deildabikarsins gegn Southampton, en kom ekki inn á. Á þessum augnablikum var þetta vandræðalegt."

„Það var erfitt að yfirgefa United en það var eitthvað sem ég varð að gera," sagði hinn 33 ára gamli Rooney.

Rooney er bæði markahæstur í sögu Manchester United og enska landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner