fös 16. nóvember 2018 14:00
Arnar Helgi Magnússon
Batshuayi slær á sögusagnir - Ekki á leið til Chelsea
Michy Batshuayi í leiknum í gær.
Michy Batshuayi í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Michy Batshuayi skoraði bæði mörk Belgíu gegn Íslandi í Þjóðardeildinni í gærkvöldi.

Batshuayi er með virkilega góða tölfræði með belgíska landsliðinu en hann hefur skorað 12 mörk í tuttugu leikjum á landsliðsferli sínum.

Batshuayi er á láni hjá Valencia frá Chelsea en hann hefur einungis byrjað fjóra leiki í spænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og verið mikið á bekknum.

Það hefur einnig lítið gengið hjá Valencia en liðið situr í 15. sæti deildarinnar. Batshuayi útilokaði í viðtali við belgíska fjölmiðla í gær að hann væri að snúa aftur til Chelsea en þær sögur flugu hátt.

„Þetta eru bara sögusagnir, það er ekkert til í þessu. Það eru engin vandamál hjá mér varðandi Valencia. Ég verð að virða ákvörðun þjálfarans."

„Við erum á vondum stað eins og staðan er núna. Við höldum áfram að leggja hart að okkur og snúa þessu gengi vonandi við."

Sjá einnig:
Batshuayi með frábæra tölfræði í belgíska landsliðinu

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner