fös 16. nóvember 2018 19:29
Brynjar Ingi Erluson
Forseti Milan: Ég er ekki einu sinni með númerið hans Conte
Antonio Conte
Antonio Conte
Mynd: Getty Images
Paolo Scaroni, forseti AC Milan á Ítalíu, segist ekki vera með símanúmerið hjá Antonio Conte.

Conte var látinn fara frá Chelsea í sumar og tók Maurizio Sarri við liðinu en Conte er enn án félags.

Gennaro Ivan Gattuso hefur verið að stýra Milan með ágætum árangri en liðið tók þó dýfu fyrr á tímabilinu en virðist nú vera að rétta úr kútnum.

Mikil umræða hefur verið um þjálfarastöðu Milan en Conte þekkir Seríu A inn og út enda var þjálfari Juventus áður en Massimo Allegri tók við og fagnaði deildartitlinum þrisvar sinnum.

„Það er kannski ekki búið að segja mér frá því en ég hef ekki heyrt neinn nefna hann. Ég er ekki einu sinni með símanúmerið hans," sagði Scaroni.

„Framtíð Gattuso byggist á úrslitum og hann hefur verið að ná í þau að undanförnu. Hann er að gera betur en forveri hans, Vincenzo Montella," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner