Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 16. nóvember 2018 20:04
Brynjar Ingi Erluson
Ranieri: Ekki hugsa um kraftaverk
Claudio Ranieri
Claudio Ranieri
Mynd: Getty Images
Claudio Ranieri var ráðinn knattspyrnustjóri Fulham á dögunum en hann biðlar til stuðningsmanna að þeir eigi ekki að búast við kraftaverki á þessu tímabili.

Ranieri þekkir auðvitað vel til í ensku úrvalsdeildinni en hann stýrði Chelsea frá 2000 til 2004 áður en hann tók við Leicester City svo árið 2015.

Hann gerði Leicester að Englandsmeisturum árið 2016 en var svo rekinn eftir slakan árangur tímabilið á eftir.

Slavisa Jokanovic var látinn taka poka sinn hjá Fulham á dögunum og tók Ranieri við liðinu. Ítalski stjórinn keypti einmitt Jokanovic til Chelsea rétt eftir að hann hafði tekið við liðinu.

„Þetta verður mikil barátta og því er mikilvægt að við séum allir tilbúnir, það er að segja leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn," sagði Ranieri á blaðamannafundi í dag.

„Við verðum að fá þennan stuðning því þetta er slæmur kafli fyrir Fulham, sérstaklega þar sem liðið er í botnsætinu."

„En þegar ég tók við Parma í febrúar árið 2007 þá var liðið á botninum og náðum að bjarga okkur frá falli."

„Ævintýrið með Leicester var bónus. Við megum ekki vera að hugsa um einhver kraftaverk. Við verðum að leggja hart að okkur,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner