Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. nóvember 2018 09:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea að klára kaupin á vonarstjörnu Bandaríkjanna?
Powerade
Pulisic í landsleik með Bandaríkjunum.
Pulisic í landsleik með Bandaríkjunum.
Mynd: Getty Images
Origi er orðaður við Galatasaray og Wolves.
Origi er orðaður við Galatasaray og Wolves.
Mynd: Getty Images
Barcelona vill ekki selja Dembele.
Barcelona vill ekki selja Dembele.
Mynd: Getty Images
Það er komið að daglegum slúðurskammti í þessu landsleikjahléi. BBC tók saman nokkra mola.



Chelsea er að kaupa Christian Pulisic (20), kantmann frá Borussia Dortmund. Lundúnafélagið vill klára kaupin í janúar. (Mail)

Elseid Hysaj (24), bakvörður Napoli, gæti einnig verið á óskalista Chlesea. Þetta er samkvæmt umboðsmanni hans. (Radio CRC)

Juventus og AC Milan hafa áhuga á Fabinho (25), miðjumanni Liverpool. (Sport Mediaset)

Tyrkneska félagið Galatasaray vill fá sóknarmanninn Divock Origi (23) á láni frá Liverpool í janúar. (ESPN)

Wolves, sem leikur í ensku úrvalsdeildinni ásamt Liverpool, vill kaupa Origi og ætlar félagið að bjóða í hann 20 milljónir punda í janúar. (Mirror)

Nýr leikvangur Tottenham verður mögulega ekki klár fyrr en í mars. (Times)

Kólumbíumaðurinn James Rodriguez (27) gæti fært sig yfir til Englands næsta sumar. Rodriguez er á öðru ári sínu hjá Bayern München þar sem hann er á tveggja ára lánssamingi frá Real Madrid. Bayern ætlar ekki að kaupa hann. (Mirror)

Barcelona hefur engan áhuga á því að selja franska kantmanninn Ousmane Dembele (21). (Cadena Ser)

Arsenal fylgist með miðverðinum Sebastian Walukiewicz (18). Hann spilar í heimalandinu Póllandi með Pogon Szczecin. Arsenal mun fá samkeppni um hann frá Barcelona. (Football.london)

Claudio Ranieri, nýr stjóri Fulham, heillaði stjórnarmenn félagsins í viðtali sínu fyrir starfið með því að benda á hvað væri að fara illa hjá liðinu og hvað væri hægt. (Mail)

Juventus hefur gert tilboð í Jean-Clair Todibo (18), varnarmann Toulouse. (Calciomercato)

Patrik Schick (22), sóknarmaður Roma, vill vera áfram hjá félaginu. Hann neitar því að hann sé að fara á láni í janúar. (Gazzetta dello Sport)

Iker Casillas (37), markvörður Porto, er til í að snúa aftur til Real Madrid eða í spænska landsliðið ef krafta hans er óskað. (Movistar)

Alex Oxlade-Chamberlain (25), miðjumaður Liverpool, stefnir á það að snúa aftur úr erfiðum meiðslum áður en þetta tímabil er á enda. (BetVictor)

Andrea Radrizzani, eigandi Leeds, hefur lofað leikmönnum félagsins að fara með þá til Las Vegas ef þeir koma Leeds upp í ensku úrvalsdeildina. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner