Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. nóvember 2018 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rakitic missir af leiknum mikilvæga gegn Englandi
Rakitic í leik gegn Íslandi. Aron Einar Gunnarsson eltir hann.
Rakitic í leik gegn Íslandi. Aron Einar Gunnarsson eltir hann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
England og Króatía mætast í mikilvægum leik í Þjóðadeildinni á morgun. Þetta er leikur sem gæti skorið úr um það hvort liðið vinnur riðil þeirra og hvaða lið fellur.

Fyrir leikinn er Spánn með sex stig, en Króatía og England bæði með fjögur stig.

Ef annað liðið vinnur leikinn, þá vinnur það sama lið riðilinn og fer í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. Liðið sem tapar fellur niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Ef leikurinn endar í jafntefli þá fer Króatía niður í B-deild á markatölu og England endar í öðru sæti. Spánn vinnur þá riðilinn.

Króatía hefur orðið fyrir áfalli fyrir leikinn þar sem Ivan Rakitic, miðjumaður Barcelona - einn besti miðjumaður heims, verður ekki með í leiknum vegna meiðsla.

„Hann fer til Barcelona, þetta eru alvarleg meiðsli," sagði Zlatko Dalic, þjálfari Króata.

Rakitic á 102 landsleiki fyrir Króatía en Króötum vantar ekki leikmenn sem geta komið inn í staðinn fyrir hann. Leikmenn eins og Mateo Kovacic og Milan Badelj gera tilkall til þess.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner