Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. nóvember 2018 09:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rooney langar að fylgja í fótspor Gerrard, Giggs og Lampard
Rooney er markahæstur í sögu Manchester United.
Rooney er markahæstur í sögu Manchester United.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, sem lék sinn síðasta landsleik fyrir Englands hönd síðastliðinn fimmtudag, viðurkennir áhuga á því að fara út í þjálfun þegar leikmannaferlinum lýkur.

Rooney er 33 ára gamall og spilar í dag með DC United í Bandaríkjunum þar sem hann mun enda ferilinn.

Þessi fyrrum leikmaður Manchester United og Everton er að vinna í því að afla sér þjálfararéttinda og stefnir á að gerast þjálfari þegar ferlinum lýkur.

„Það er eitthvað sem ég er spenntur fyrir og hef áhuga á því að gera," sagði Rooney við vefsíðu Manchester United.

„Ég þarf að klára að ná mér í þjálfararéttinda, ég er að gera það í Bandaríkjunum. Vonandi þegar ég kem aftur til Englands, þá verð ég búinn að ná í þau og í stöðu til að samþykkja og neita tilboðum sem ég fæ í hendurnar."

Ef Rooney fer út í þjálfun þá mun hann fylgja í fótspor fyrrum félaga sinna í enska landsliðinu, Steven Gerrard og Frank Lampard, sem eru báðir orðnir knattspyrnustjórar. Gerrard stýrir Rangers í Skotlandi og Lampard er hjá Derby í Championship-deildinni.

Ryan Giggs, fyrrum liðsfélagi Rooney hjá Man Utd, er þá orðinn landsliðsþjálfari Wales.
Athugasemdir
banner
banner