lau 17. nóvember 2018 09:56
Elvar Geir Magnússon
Æfing framundan í Belgíu - Alfreð farinn til Þýskalands
Leikur gegn Katar á mánudag
Icelandair
Alfreð verður ekki með gegn Katar.
Alfreð verður ekki með gegn Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðasti landsleikur Íslands á árinu 2018 fer fram á mánudaginn þegar leikinn verður vináttuleikur gegn Katar í Eupen í Belgíu.

Ísland hefur ekki náð að vinna alvöru landsleik á árinu en vonast er til þess að það breytist á mánudag.

Þegar þessi frétt er skrifuð er starfslið landsliðsins að gera klárt fyrir æfingu á velli sem er staðsettur í Spa, rétt hjá Formúlu 1 brautinni frægu.

Ótrúleg meiðslavandræði Íslands í kringum þetta verkefni hafa mikið verið í umræðunni en í upphitun fyrir Þjóðadeildarleikinn gegn Belgíu meiddist Alfreð Finnbogason og gat ekki tekið þátt.

Alfreð er farinn til Augsburg, félags síns í Þýskalandi, og því ljóst að hann tekur ekki þátt í leiknum á mánudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner