Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. nóvember 2018 13:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bose-mótið: Breiðablik lagði FH í Fífunni
Aron Bjarnason skoraði sigurmark Blika.
Aron Bjarnason skoraði sigurmark Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 2 - 1 FH
1-0 Arnþór Ari Atlason ('10)
1-1 Pétur Hrafn Friðriksson ('12)
2-1 Aron Bjarnason ('35)

Breiðablik og FH mættust í öðrum leik Bose mótsins. Leikurinn fór fram í Fífunni og hófst í hádeginu.

Breiðablik, sem hafnaði í öðru sæti Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð, komst yfir eftir 10 mínútur þegar Arnór Ari Atlason skoraði eftir slæm markmannsmistök hjá Vigni Jóhannessyni, markverði FH.

Pétur Hrafn Friðriksson, ungur leikmaður FH, jafnaði á 12. mínútu en Blikar leiddu í hálfleik eftir að Aron Bjarnason skoraði á 35. mínútu. Staðan 2-1 í hálfleik.

Báðir þjálfarar notuðu tækifærið og leyfðu mörgum leikmönnum að fá spiltíma. Það voru ekki mörg færi í seinni hálfleiknum og engin mörk skoruð.

Lokatölur því 2-1 fyrir Breiðablik sem byrjar Bose mótið á sigri. Blikar eru ríkjandi meistarar og stefna á það að vinna titilinn aftur.

Smelltu hér til að sjá leikjaplanið í Bose-mótinu.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner