Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 17. nóvember 2018 14:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert Hafsteins spilaði með FH - „Skagagenin skemma ekki"
Albert í leik með ÍA.
Albert í leik með ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Hafsteinsson lék með FH gegn Breiðabliki í Bose mótinu í dag. Breiðablik vann leikinn 2-1.

Albert hefur allan sinn feril leikið með ÍA en hann lék 17 leiki með liðinu í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð og skoraði tvö mörk.

Samningurinn hjá hinum 22 ára gamli Alberti rennur út um áramótin og FH er að skoða hann.

„Albert er strákur sem er búinn að vera upp á Skaga og er að renna út á saming um áramótin. Hann er góður fótboltamaður sem er að skoða hvort hann eigi að prófa eitthvað annað. Við buðum honum að koma að æfa og hann æfði með okkur og spilaði þennan leik. Við sjáum hvað verður með framhaldið, hvort honum lítist eitthvað á okkur," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn í dag.

„Hann stóð sig fínt í dag. Maður sér það að þetta er vel skólaður strákur, fínn fótboltamaður og Skagagenin skemma ekki."

Viðtalið við Óla kemur í heild sinni inn á síðuna á eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner