Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 17. nóvember 2018 21:30
Arnar Helgi Magnússon
Kristján Guðmunds um meiðslin: Leikmenn ekki fengið nægilega hvíld
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kristján Guðmundsson, nýráðinn þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar var einn af gestum Tómasar Þórs í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu í morgun.

Kristján og Tómas ræddu um landsliðið, leikinn gegn Belgum og það sem framundan er.

„Ég var farinn að undirbúa mig undir stórt tap í þessum leik, ég viðurkenni það. Það vantaði alltof mikið af lykilmönnum í þennan leik og leikmenn sem hafa verið hvað bestir undanfarin ár."

Mikil meiðsli hafa herjuðu á íslenska landsliðið í aðdraganda leiksins gegn Belgíu

„Leikmenn eru bara enn að jafna sig eftir fótboltaárið í fyrra og Heimsmeistaramótið í sumar."

„Það er alveg greinilegt miðað við tegundirnar af meiðslunum sem að þessir leikmenn eru að glíma við að þeir eru ekkert búnir að ná sér."

„Þeir hafa ekki fengið nægilega mikla hvíld og byrjað að æfa snemma með sínum félagsliðum."

Spjallið hjá Tómasi og Kristjáni má hlusta á með því að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner