Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 17. nóvember 2018 21:39
Arnar Helgi Magnússon
Þjóðadeildin: Svíar sendu Tyrkja niður - Steindautt á San Siro
Granqvist tryggði Svíum sigur í Tyrklandi.
Granqvist tryggði Svíum sigur í Tyrklandi.
Mynd: Getty Images
Fraser skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í kvöld.
Fraser skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í kvöld.
Mynd: Getty Images
Sjö leikir fóru fram í Þjóðadeildinni í dag og í kvöld. Línur eru farnar að skýrast í riðlunum en nokkur lið hafa fallið um deild á meðan önnur hafa komist upp.

Í A-deildinni mættust Ítalía og Portúgal á San Siro vellinum. Leikurinn var afar tíðindalítill og urðu lokatölur 0-0. Með þessum úrslitum er það ljóst að Portúgal sigrar sinn riðil og fer í fjögurra liða úrslitakeppni næsta vor.

Svíþjóð og Tyrkland mættust á Konya Büyükşehir vellinum í Tyrklandi þar sem að Andreas Granquist skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 71. mínútu leiksins.

Það þýðir að Tyrkjar eru fallnir úr B-deildinni en þeir hafa lokið öllum sínum leikjum. Svíar og Rússar mætast á þriðjudaginn en sá leikur sker úr um það hvaða lið vinnur riðilinn og spilar í A-deildinni eftir tvö ár.

Skotar fóru til Albaníu og fóru illa með heimamenn. Ryan Fraser leikmaður Bournemouth kom Skotum yfir en þetta var hans fyrsta landsliðsmark.

Mërgim Mavraj fékk síðan beint rautt spjald á 22. mínútu. Eftir það opnuðust flóðgáttir fyrir gestina en Steven Fletcher tvöfaldaði forystu Skotlands úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. James Forrest skoraði síðan tvö í síðari hálfleik og lokatölur 0-4.

Serbía spilar fer úr C-deild í B-deild Þjóðadeildarinnar eftir tvö ár en liðið vann Svartfjallaland í dag, 2-1 með mörkum frá Mitrovic og Ljajic.

Í D-deildinni voru tveir leikir spilaðir í riðli þrjú en Kosovo vann stórsigur á Möltu á útivelli. Azerbaijan vann flottan sigur á liði Færeyja. Ein umferð er eftir í þessum riðli en Kosovo og Azerbaijan eiga bæði möguleika á efsta sæti riðilsins. Ekkert lið fellur úr D-deild.

Rúmenía fór síðan illa með Litháen en lokatölur þar urðu 3-0. Ljóst er að Rúmenía fer ekki upp en Litháen mun enda í neðsta sæti riðilsins.

Úrslit kvöldsins:

A-deild
Italy 0 - 0 Portugal

B-deild
Turkey 0 - 1 Sweden
0-1 Andreas Granqvist ('71 , víti)

C-deild
Serbia 2 - 1 Montenegro
1-0 Adem Ljajic ('30 )
2-0 Aleksandar Mitrovic ('32 )
2-0 Aleksandar Mitrovic ('38 , Misnotað víti)
2-1 Stefan Mugosa ('70 )

Albania 0 - 4 Scotland
0-1 Ryan Fraser ('14 )
0-2 Steven Fletcher ('45 )
0-3 James Forrest ('55 )
0-4 James Forrest ('67 )

Romania 3 - 0 Lithuania
1-0 George Puscas ('7 )
2-0 Claudiu Keseru ('47 )
3-0 Nicolae Stanciu ('65 )

D-deild
Azerbaijan 2 - 0 Faroe Islandes
1-0 Anar Nazirov ('18 )
2-0 Mahir Madatov ('28 )

Malta 0 - 5 Kosovo
0-1 Vedat Muriqi ('15 )
0-2 Benjamin Kololli ('70 )
0-3 Donis Avdijaj ('78 )
0-4 Donis Avdijaj ('80 )
0-5 Milot Rashica ('86 )
Athugasemdir
banner
banner