Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 17. nóvember 2018 22:30
Arnar Helgi Magnússon
Guðjón Pétur um sumarið: Alltaf einhver á undan sama hversu vel ég spilaði
Upplifði ekki sanngjarna samkeppni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Pétur Lýðsson, nýjasti leikmaður KA var gestur í útvarpsþætti Fótbolti.net á X-inu í gærmorgun.

Þar ræddi hann við Tómas Þór um skiptin til KA, einkalífið og erfitt tímabil með Val í sumar.

„Þetta var erfitt sumar, það er ekkert flóknara en það. Ég gerði sem mest úr því og reyndi að sýna lit. Það var sama hvað maður gerði, maður var ekki að fara að fá séns sem einhver lykilmaður."

„Þetta var hálf grátlegt. Ég tók þennan vetur eins og skepna, æfði eins og brjálæðingur og ég held að ég hafi verið í mínu besta formi síðan að ég var 21 árs."

„Ég upplifði ekki sanngjarna samkeppni. Það skipti ekki máli þótt að ég spilaði vel, þá var alltaf einhver á undan. Þegar það er þannig þá auðvitað reynir maður að komast á einhvern stað þar sem að það er virkileg þörf fyrir mann."

Guðjón segir að það hafi verið frágengið að hann færi frá félaginu í sumar áður en að Valur tók fyrir það á síðustu stundu.

„Það var komið lið, allt klappað og klárt en þá stoppaði Valur þetta. Ég var mjög ósáttur þegar það var ákveðið. Ég tel mig vera nokkuð greindan einstakling og ég vissi það að árið áður átti ég stórkostlegt tímabil en síðan sá ég ekki fram á það að vera að fara að spila mikið í sumar, þótt að þeir segi að þetta hafi verið sanngjörn samkeppni."

„Ég fékk leik á móti KA þarna, skoraði og lagði upp en síðan bara beint út úr liðinu."

Viðtalið við Guðjón Pétur má hlusta á í heild sinni með því að smella hér.

Athugasemdir
banner
banner
banner