Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 18. nóvember 2018 09:30
Arnar Helgi Magnússon
Saúl: De Gea vantar ekki sjálfstraust
Mynd: Getty Images
Saúl, leikmaður Atletico Madrid og spænska landsliðsins kemur David De Gea til varnar en markvörðurinn hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með landsliðinu.

Eins og Fótbolti.net greindi frá í gær hefur De Gea verið að gefa ódýr mörk og samkvæmt spænska dagblaðinu AS þá er Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánar, orðinn þreyttur á því.

„Þegar einn leikmaður fær svona mikla gagnýrni þá hefur það áhrif á okkur alla í leikmanna hópnum. Gagnrýnin sem hann hefur verið að fá er ekkert að fara að hjálpa honum."

„Hann er einn besti markvörður í heimi. Hann er skortir ekki sjálfstraust. Hann er stór persónuleiki en mér finnst gagnrýnin vera of mikil. Ég held að þið ættuð að breyta ykkar tali og snúa þessu yfir í jákvæða orku."

Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, mun fá tækifæri í vináttulandsleik gegn Bosníu í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner