Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   sun 18. nóvember 2018 10:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pickford í stað De Gea
Powerade
Jordan Pickford.
Jordan Pickford.
Mynd: Getty Images
Matthijs de Ligt.
Matthijs de Ligt.
Mynd: Getty Images
Það er fullt af athyglisverðum slúðursögum á kreiki. Kíkjum á það helsta sem BBC hefur tekið saman.

Manchester United mun bjóða 60 milljónir punda í Jordan Pickford (24), markvörð Everton, ef félaginu tekst ekki að endursemja við David de Gea (28). (Sun on Sunday)

Manchester City hefur unnið Barcelona í kapphlaupinum Frenkie de Jong (21), miðjumann Ajax og hollenska landsliðsins. De Jong kostar 61 milljón punda. (Sunday Mirror)

Liverpool ætlar að kaupa Kerem Demirbay (25), miðjumann Hoffenheim, í janúar. (Sunday Express)

En vonir Liverpool að kaupa Matthijs de Ligt (19), varnarmann Ajax sem metinn er á 60 milljónir punda, virðast vera litlar sem engar. De Ligt er á leið til Barcelona. (Sunday Mirror)

Rétt eins og Arsenal og Tottenham, þá hefur Paris Saint-Germain áhuga á Eric Bailly (24), varnarmanni Manchester United. (Mail on Sunday)

Aaron Ramsey (27), miðjumaður Arsenal, mun fá 10,4 milljónir punda á ári ef hann fer til Juventus á Ítalíu. (Sun on Sunday)

Manchester United, Chelsea, Liverpool, Tottenham og Manchester City hafa áhuga á Bruno Roberto (18), sóknarsinnuðum miðjumanni sem leikur með Atletico Mineiro í Brasilíu. (Mail on Sunday)

Ashley Young (33) er tilbúinn að taka á sig launalækkun til að vera áfram hjá Manchester United. (Sun on Sunday)

Antono Valencia (33) vill fara í annað lið í ensku úrvaldeildinni ef hann nær ekki að gera nýjan samning við Manchester United. (Metro)

Jose Mourinho, stjóri Man Utd, vill fá Declan Rice (19), varnar- og miðjumann West Ham til Old Trafford. (Daily Star Sunday)

Mourinho er líka áhugasamur um að fá Lewis Dunk (27), varnarmann Brighton. Hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir England gegn Bandaríkjunum í liðinni viku. (Sunday Express)

Chelsea mun ekki standa í vegi fyrir Ruben Loftus-Cheek (22) ef hann vill yfirgefa félagið. (Daily Star Sunday)

Liverpool er tilbúið að selja brasilíska miðjumanninn Fabinho (25) til að fjármagna kaupin á Christian Pulisic (20), kantmann Borussia Dortmund og bandaríska landsliðsins. Pulisic kostar 70 milljónir punda og er líka á óskalista Chelsea. (Sunday Mirror)

Sóknarmaðurinn Salomon Rondon (29) vonast til þess að Newcastle kaupi sig frá West Brom. (Chronicle)

Manchester City vonast til þess að stækka Etihad-völlinn þannig að hann rúmi 63 þúsund áhorfendur. (Mail on Sunday)
Athugasemdir
banner
banner
banner