sun 18. nóvember 2018 11:08
Elvar Geir Magnússon
Löngu innköstin mega vera stutt á morgun
Icelandair
Frá æfingunni í dag.
Frá æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er þessa stundina að æfa á Kehrwegstadion, heimavelli belgíska félagsins Eupen. Á þessum velli verður vináttulandsleikurinn gegn Katar annað kvöld.

Vallarflöturinn sjálfur er óvenju lítill og ljóst að innköstin þurfa ekki að vera sérstaklega löng á morgun til að koma boltanum í teiginn. Sem er fínt því Aron Einar Gunnarsson verður ekki með í leiknum.

Breiddarleysi vallarins er það mikið að hann yrði ekki löglegur í Evrópuleikjum og keppnisleikjum landsliða.

Annars æfðu allir 22 leikmennirnir sem eftir eru í hópnum þann fyrsta stundarfjórðung æfingarinnar sem fulltrúar Fótbolta.net fengu að fylgjast með. Þar á meðal Hörður Björgvin Magnússon sem var með sjúkraþjálfara á æfingu gærdagsins.

Á eftir verður fréttamannafundur þar sem Erik Hamren og Kári Árnason sitja fyrir svörum.

Hér má sjá myndir frá æfingu í morgun:
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner