banner
   sun 18. nóvember 2018 11:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lindelöf gat ekki haldið áfram vegna veikinda
Lindelöf er ekki alvarlega meiddur eins og óttast var.
Lindelöf er ekki alvarlega meiddur eins og óttast var.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Victor Lindelöf fór af velli í hálfleik í leik Svíþjóðar og Tyrklands í Þjóðadeildinni í gær.

Andreas Granquist skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 71. mínútu leiksins og lokatölur því 0-1, Svíþjóð í vil. Með þessum úrslitum sendi sænska landsliðið það tyrkneska niður um deild í Þjóðadeildinni.

Óttast var að Lindelöf, sem leikur með Manchester United, væri alvarlega meiddur en Janne Andersson, landsliðsþjálfari Svíþjóðar, sagði að svo sé ekki. Lindelöf hefði verið að glíma við veikindi.

„Victor leið ekki vel en hann kláraði fyrri hálfleikinn," sagði Andersson að því er kemur fram á Sky Sports.

Granqvist, fyrirliði Svíþjóðar, sagði við SportExpressen: „Ég held að honum hafi liðið illa fyrir leikinn, hann var með svima og var orkulaus. Hann gat ekki haldið áfram."

Eftir erfitt síðasta tímabil hefur Lindelöf verið einn af ljósu punktunum í liði United á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner