Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. nóvember 2018 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Æfingaleikir: Selfoss lagði ÍBV í brjáluðu veðri
Þróttur R. hafði betur gegn Aftureldingu
Selfyssingar höfðu betur gegn ÍBV sem var að spila sinn annan æfingaleik á jafnmörgum dögum.
Selfyssingar höfðu betur gegn ÍBV sem var að spila sinn annan æfingaleik á jafnmörgum dögum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss og ÍBV spiluðu æfingaleik á Selfossi í gær, laugardag. Leikurinn fór fram í brjáluðu veðri.

Það var aðeins eitt mark skorað í leiknum en það gerði Eysteinn Aron Bridde fyrir Selfyssinga.

Þetta var annar leikur ÍBV á tveimur dögum. Liðið tapaði gegn ÍR á föstudag.

Ingólfur Sigurðsson, Guðmundur Magnússon og Matt Garner spiluðu með ÍBV gegn Selfossi. Guðmundur fékk félagaskipti yfir í ÍBV á dögunum en Ingólfur og Garner eru að æfa með ÍBV. Garner lék með KFS síðasta sumar, en hann er fyrrum leikmaður ÍBV.

Pedro Hipolito, fyrrum þjálfari Fram, tók við ÍBV eftir síðasta tímabil. ÍBV endaði í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar en Selfoss féll úr Inkasso-deildinni.

Þá vann Þróttur Reykjavík 3-1 sigur gegn Aftureldingu í Laugardalnum í gær. Bæði lið munu leika í Inkasso-deildinni þegar næsta sumar gengur í garð.

Selfoss 1 - 0 ÍBV
1-0 Eysteinn Aron Bridde

Þróttur R. 3 - 1 Afturelding

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner