Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 18. nóvember 2018 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hversu vanmetinn er Gylfi miðað við stærstu nöfnin?
Gylfi og Marco Silva ná vel saman.
Gylfi og Marco Silva ná vel saman.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að vera frábær í ensku úrvalsdeildinni hingað til á þessu tímabili.

Eftir erfitt fyrsta tímabil hjá Everton er hann búinn að vera geggjaður á þessari leiktíð. Marco Silva tók við Everton og það hefur reynst Gylfa vel, hann og Silva ná vel saman.

Á Twitter í gær var bent á tölfræði Gylfa og spurt var hvort hann væri ekki einn vanmetinn leikmaður.

Bent var á tölfræði Gylfa í sambanburði við stærstu nöfn ensku úrvalsdeildarinnar sem spila í sömu stöðu. Þetta eru leikmenn sem eru yfirleitt að fá meira lof ytra en íslenski landsliðsmaðurinn.

Tölfræði Gylfa er betri en þó ber að benda á það Gylfi hefur leikið fleiri leiki en hinir leikmennirnir.

Er Gylfi vanmetinn í samanburði við þessa leikmenn?

David Silva (Manchester City): 10 leikir, 4 mörk, 2 stoðsendingar.

Christian Eriksen (Tottenham): 9 leikir, 0 mörk, 2 stoðsendingar.

Mesut Özil (Arsenal): 10 leikir, 3 mörk, 1 stoðsending.

Gylfi Þór Sigurðsson (Everton): 12 leikir, 5 mörk, 2 stoðsendingar.

Tölfræðin er frá þessu tímabili - 2018-19.
Athugasemdir
banner