Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 18. nóvember 2018 14:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fanndís og Gunnhildur vilja ekki eyða tímanum í vitleysu
Spiluðu í sigri í öðrum leik sínum í Ástralíu
Fanndís og Gunnhildur.
Fanndís og Gunnhildur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonurnar Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildar Yrsa Jónsdóttir voru báðar í byrjunarliðinu hjá Adelaide United þegar liðið náði í útisigur gegn Brisbane Roar síðastliðna nótt.

Veronica Latsko skoraði eina mark leiksins fyrir Adelaide United á 51. mínútu.

Gunnhildur spilaði allan leikinn en Fanndís fór af velli á 83. mínútu.

Fanndís og Gunnhildur sömdu við Adelaide í september síðastliðinum en þær klára tímabilið í Ástralíu. Tímabilinu þar í landi lýkur í febrúar.

Þetta var annar deildarleikur tímabislins hjá Adelaide en sá fyrri endaði með jafntefli gegn Melbourne Victory.

Í gær birtist viðtal við þær stöllur í staðarmiðlinum Adelaide Now. „Við erum íslenskar. Við förum í alla leiki til að vinna, annars værum við að eyða tíma okkar í vitleysu," sögðu þær og bættu við að þær væru ánægðar að eyða vetrinum í Ástralíu í staðinn fyrir að vera í kuldanum og myrkrinu á Íslandi.
Athugasemdir
banner
banner