sun 18. nóvember 2018 14:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Horfðu aftur á leikinn gegn Íslandi - „Ekki eins reiðir núna"
Icelandair
Dele Alli í leiknum gegn Íslandi.
Dele Alli í leiknum gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alli segir að Englendingar hafi ekki átt nein svör gegn Íslandi.
Alli segir að Englendingar hafi ekki átt nein svör gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eitt af fyrstu verkum Gareth Southgate sem landsliðsþjálfara Englands var að láta leikmennina horfa aftur á tapið fræga gegn Íslandi í 16-liða úrslitunum á EM í Frakklandi.

Það er leikur sem hvorki Íslendingar né Englendingar mun gleyma í bráð. Ísland fór með 2-1 sigur af hólmi.

Dele Alli, miðjumaður Tottenham og enska landsliðsins, segir í samtali við Guardian að stemningin í búningsklefanum eftir leikinn gegn Íslandi hafi verið sú versta sem hann hafi nokkurn tímann upplifað.

„Við horfum á leikinn aftur, það var í fyrsta sinn sem ég gerði það. Ég hafði reynt að sannfæra sjálfan mig um að ég hefði ekki tekið þátt í þessum leik. Ég held að allir leikmennirnir hafi viljað grafa þennan leik en Gareth benti okkur á það að til þess að komast yfir svona hluti, þá þyrfti að fara yfir þá og sjá hvað hefði farið úrskeiðis."

„Það var erfitt að horfa á þetta aftur, það voru allir mjög hljóðlátir en ég held í alvöru að þetta hafi hjálpað. Við viljum ekki mikið tala um þennan leik en við lítum ekki til hans með sömu reiði og við gerðum áður fyrr."

Alli var aðeins tvítugur þegar mótið fór fram og var að taka sín fyrstu skref í landsliðinu.

„Þú ferð úr því að vera mjög stoltur af sjálfum þér í það að vilja fela þig að eilífu," segir Alli

Alli segir að Englendingar hafi frosið þegar Ísland komst yfir í leiknum þar sem þeir hafi ekki búist við því að það myndi gerast. Hann telur að enska liðið sé betur undirbúið núna en það var þá.

England hefur verið á mikilli uppleið síðan liðið tapaði gegn Íslandi. Liðið komst í undanúrslitin á HM og er núna í möguleika á að komast í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. Liðið er að spila við Króatíu þessa stundina og með sigri vinnur liðið sinn riðil.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner