Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. nóvember 2018 15:54
Elvar Geir Magnússon
Eupen
Jón Guðni fékk hrós frá Hamren á fréttamannafundi
Icelandair
Jón Guðni og Lars Eriksson markvarðaþjálfari.
Jón Guðni og Lars Eriksson markvarðaþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren er ánægður með hvernig leikmenn hafa staðið sig í þessum landsleikjaglugga og segir að margir hafi nýtt tækifærið og sýnt sig síðustu viku.

Hann var spurður að því á fréttamannafundi hvernig ungu strákarnir hefðu komið inn í þetta og notaði þá tækifærið til að hrósa varnarmanninum Jóni Guðna Fjólusyni í leiðinni.

„Þeir hafa sýnt mér mikið. Að mínu mati áttum við mjög góða frammistöðu gegn Belgíu. Við töpuðum gegn efsta liði heimslistans. Við breyttum aðeins leikaðferðinni en ég er hrifinn af viðbrögðum leikmanna," segir Hamren.

„Leikmenn hafa verið frábærir þessa daga saman. Að mínu mati hafa margir leikmenn gripið tækifærið. Þeir ungu og einnig einhverjir eldri, eins og Jón Guðni sem hefur ekki verið að spila mikið með sínu félagsliði."

„Þrátt fyrir tapið var margt jákvætt í þessum leik."

Jón Guðni hefur mikið verið á bekknum hjá liði sínu, Krasnodar í Rússlandi, en hér að neðan má sjá viðtal sem tekið var við hann í gær.

Ísland mætir Katar í vináttulandsleik í Eupen annað kvöld, 18:30 að íslenskum tíma.

Sjá einnig:
Hamren heldur sama kerfi - Kári verður fyrirliði
Jón Guðni: Ætlum að ná í einn sigur loksins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner