Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 18. nóvember 2018 16:15
Elvar Geir Magnússon
Eupen
Kári Árna: Síðustu mörk sem við höfum fengið á okkur klaufaleg
Icelandair
Kári segir að Katarar séu engin lömb að leika sér við.
Kári segir að Katarar séu engin lömb að leika sér við.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason var valinn maður leiksins í 2-0 tapinu gegn Belgíu síðasta fimmtudag en annað kvöld verður hann með fyrirliðabandið þegar Ísland mætir Katar í Eupen.

Kári var á fréttamannafundi Íslands í dag og fékk þá spurningu frá Fótbolta.net hvort efst sé í huga leikmanna að ná langþráðum sigri?

„Auðvitað erum við að hugsa mikið um það. En við erum líka að prófa nýtt kerfi sem við erum að reyna að fínpússa. Það er mikilvægt að hlutirnir séu rétt gerðir. Vonandi sköpum við nóg af færum til að skora," segir Kári.

Staðfesvar á fréttamannafundinum í dag að Ísland mun halda sig við sama kerfi og var gegn Belgíu, með þrjá miðverði.

„Við höfum ekki unnið í langan tíma og það er mikilvægt upp á sjálfstraustið að ná sigri. Þessir Katarar eru samt engin lömb að leika sér við. Við náðum ekki að vinna þá í fyrra og þeir voru að vinna Sviss. Þeir hafa unnið fimm af síðustu sex leikjum svo þetta verður ekkert 'walkover', langt frá því."

Erfiðara að leiðrétta einstaklingsmistök en skipulagsleysi
Íslandi hefur ekki gengið nægilega vel að skapa mörk úr föstum leikatriðum. Af hverju hefur það gengið verr en áður?

„Ég held að menn séu að átta sig betur á því að við erum sterkir þar og leggja meiri áherslu á varnarleikinn hjá sér. Svo taka menn ákveðin hlaup og ef menn taka þau ekki á réttum tíma þá er þetta erfitt. Þetta snýst aðeins um tímasetningar og kannski hafa þær ekki alveg verið réttar. Við erum að æfa þetta, það vantar ekki," segir Kári.

Varnarlega er íslenska liðið að gera fleiri einstaklingsmistök en áður og andstæðingarnir verið duglegir að refsa.

„Jú jú. Síðustu mörk sem við höfum fengið á okkur eru nokkuð klaufaleg. Það er kannski hægt að skrifa þetta á einbeitingarleysi en ef við tökum t.d. markið þar sem Hazard opnar okkur þá höfðum við farið yfir það. Það er erfitt að eiga við þessa sendingu, hún er það föst og hnitmiðuð að erfitt er að verjast henni. En það er ýmislegt sem við höfum skoðað á fundum," segir Kári.

„Það er erfitt að leiðrétta einstaklingsmistök, erfiðara en að laga skipulagsleysi. En við þurfum bara að fara yfir það og vera með 100% einbeitingu allan leikinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner