Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 18. nóvember 2018 16:58
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Englands og Króatíu: Harry Kane maður leiksins
Mynd: Getty Images
Englendingar höfðu betur gegn Króatíu í Þjóðadeildinni í dag þar sem Harry Kane gerði sigurmarkið á 85. mínútu.

Þetta var þriðja viðureign liðanna á árinu og stefndi í annan sigur Króata þar til Jesse Lingard var skipt inn á lokakaflanum.

Lingard jafnaði fimm mínútum eftir innkomuna í kjölfarið af löngu innkasti. Boltinn barst til Kane sem náði að pota honum að markinu þar sem Lingard átti auðvelt með að klára af nokkurra sentimetra færi.

Kane gerði sigurmarkið skömmu síðar og var hann maður leiksins samkvæmt einkunnagjöf Sky Sports.

Bakvörðurinn Sime Vrsaljko átti slæman leik og var verstur á vellinum með fjóra í einkunn. Næstu menn fyrir ofan fengu sex.

England vann erfiðan riðil með sigrinum. Króatía fellur niður í B-deildina á meðan Spánverjar halda sínu sæti.

England: Pickford (6), Walker (6), Stones (7), Gomez (7), Chilwell (7), Dier (7), Barkley (6), Delph (7), Sterling (7), Rashford (7), Kane (8).
Varamenn: Lingard (7), Sancho (6), Alli (6)

Króatía: Kalinic (7), Vida (6), Vrsaljko (4), Lovren (6), Jedvaj (6), Modric (7), Brozovic (6), Vlasic (7), Rebic (6), Perisic (6), Kramaric (7).
Varamenn: Milic (6), Brekalo (5)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner