Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 18. nóvember 2018 17:29
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Nói og félagar tóku sæti Viktors í deildinni
Nói er kominn aftur í Superettan.
Nói er kominn aftur í Superettan.
Mynd: Frej
Varnamo 2 - 2 Syrianska (2-3 samanlagt)
0-1 S. Rajalakso ('45)
1-1 A. Jonsson ('50)
2-1 A. Henningsson ('82)
2-2 M. Ranegie ('91)

Viktor Karl Einarsson og Nói Snæhólm Ólafsson mættust í umspilsleik um laust sæti í sænsku B-deildinni í dag.

Syrianska hafði unnið fyrri leik liðanna 1-0 á heimavelli og var staðan því afar slæm fyrir Varnamo þegar Sebastian Rajalakso skoraði fyrir gestina undir lok fyrri hálfleiks.

Viktor var tekinn útaf í hálfleik og náðu heimamenn að jafna fimm mínútum síðar.

Alexander Henningsson hleypti mikilli spennu í leikinn þegar hann kom heimamönnum yfir á 82. mínútu en Mathias Ranegie jafnaði í uppbótartíma.

Syrianska endaði í öðru sæti í norðurhluta C-deildarinnar á meðan Varnamo hafnaði í 13. sæti af 16 í B-deildinni.

Fyrir komu Viktors til Varnamo var liðið langneðst í deildinni en eftir komu hans í sumar halaði liðið 27 stigum inn í 15 leikjum. Það dugði þó ekki til björgunar, liðið hefði bjargað sér frá falli með sigri á Frej í lokaumferðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner