banner
   sun 18. nóvember 2018 20:06
Ívan Guðjón Baldursson
Zlatko Dalic: Fótboltinn er að koma heim
Mynd: Getty Images
Zlatko Dalic, landsliðsþjálfari Króatíu, hefur mikla trú á enska landsliðinu eftir að liðin mættust í ÞJóðadeildinni í dag.

Englendingar voru betri í leiknum en Króatar komust yfir snemma í síðari hálfleik og héldu forystunni þar til á 78. mínútu, þegar Jesse Lingard jafnaði.

Þetta var þriðja viðureign liðanna á fimm mánuðum. Króatía hafði betur í undanúrslitum heimsmeistaramótsins og svo gerðu liðin markalaust jafntefli í Króatíu.

„Þeir eru með ungt og kvikt lið. Fótboltinn er að koma heim (Football's Coming Home), mjög fljótlega," sagði Dalic.

„Að mínu mati fór England fram úr væntingum á heimsmeistaramótinu. Þeir eru með gífurlega snögga leikmenn sem eru afar mikilvægir í knattspyrnuheiminum í dag.

„Ég vil óska Englandi til hamingju með verðskuldaðan sigur og fyrir að komast í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar."


Króatía var án Ivan Rakitic í leiknum og segir Dalic að menn hafi verið þreyttir gegn Englandi, Króatía lagði nefnilega Spán að velli í hörkuleik síðasta fimmtudag.

„Við erum ekki með sérlega mikla breidd í hópnum þannig menn voru mjög þreyttir eftir leikinn gegn Spáni."
Athugasemdir
banner
banner
banner