Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 18. nóvember 2018 20:23
Magnús Már Einarsson
Gary Martin veit af áhuga Stjörnunnar - 100% ekki aftur í KR
Gary er ekki á leið aftur í KR.
Gary er ekki á leið aftur í KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin, framherji Lilleström, gæti verið á leið í Pepsi-deildina á nýjan leik en hann mun þó ekki fara aftur til KR þar sem hann spilaði við góðan orðstír frá 2012 til 2015.

Hinn 28 ára gamli Gary segist meðal annars hafa heyrt af áhuga frá Stjörnunni.

„Ég er ekki að drífa mig að taka ákvörðun. Við eigum einn leik eftir og ég á ennþá tvö ár eftir af samningi hér," sagði Gary við Fótbolta.net í dag.

„Ég heyri sterkar sögusagnir með KR en ég get 100% sagt að ég fer ekki þangað. Það er áhugi frá öðrum liðum, meðal annars Stjörnunni. Ég hef ekki samið við neitt lið því aðaleinbeiting mín er á að hjálpa Lilleström að halda sæti sínu í deildinni. Eftir það get ég gengið frá framtíð minni."

Gary kom fyrst til Íslands árið 2010 þegar hann gekk í raðir ÍA. Hann lék einnig með Víkingi R. í Pepsi-deildinni áður en hann fór til belgíska félagsins Lokeren árið 2017.

KR er að bæta öðrum framherja við hóp sinn en Tobias Thomsen er á leið til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner