Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 18. nóvember 2018 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dos Santos ráðinn til Vancouver - Heimir var á blaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vancouver Whitecaps er búið að ráða Marc Dos Santos sem nýjan þjálfara aðalliðsins.

Það er því ljóst að Heimir Hallgrímsson mun ekki taka við félaginu en samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafði kanadíska félagið áhuga á honum.

Heimir gerði garðinn frægan sem þjálfari íslenska landsliðsins ásamt Lars Lagerbäck og sérstaklega eftir að Lars hélt á önnur mið.

Vancouver leikur í MLS deildinni og var aðeins tveimur stigum frá sæti í úrslitakeppninni í haust.

Dos Santos er 41 árs gamall og er frá Quebec í Kanada. Hann hefur komið víða við á stjóraferlinum sem hófst fyrir ellefu árum.

Hann hefur meðal annars stýrt Montreal Impact, Ottawa Fury og San Francisco Deltas. Hann var aðstoðarþjálfari Los Angeles FC í ár en yfirgaf félagið til að taka við Vancouver.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner