mán 19. nóvember 2018 09:11
Magnús Már Einarsson
U21 gerði jafntefli við Tæland
Axel Óskar skoraði af vítapunktinum.
Axel Óskar skoraði af vítapunktinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 1 - 1 Tæland
1-0 Axel Óskar Andrésson ('34, víti)
1-1 Markaskorara vantar ('77)

U21 lið Íslands gerði 1-1 jafntefli við Tæland á æfingamóti í Kína í dag.

Axel Óskar Andrésson kom Íslandi yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og Daníel Hafsteinsson var nálægt því að bæta við marki rétt fyrir leikhlé en markvörður Tælands varði vel.

Á 77. mínútu náði Tæland síðan að jafna með laglegu marki.

Þetta var lokaleikur Íslands á mótinu en liðið hafði áður gert jafntefli við Kína og tapað gegn Mexíkó.

Lið Íslands
Aron Elí Gíslason (M)
Alfons Sampsted
Ari Leifsson
Axel Óskar Andrésson
Felix Örn Friðriksson
Kolbeinn Birgir Finnsson (Guðmundur Andri Tryggvason 82)
Daníel Hafsteinsson (Stefán Teitur Þórðarson 82)
Júlíus Magnússon (Alex Þór Hauksson 65)
Kristófer Ingi Kristinsson
Mikael Neville Anderson (Ægir Jarl Jónasson 65)
Sveinn Aron Guðjohnsen (Willum Þór Willumsson 46)



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner