Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 19. nóvember 2018 11:29
Arnar Helgi Magnússon
Andrea og Klara til ÍA (Staðfest)
Mynd: ÍA
Andrea Magnúsdóttir og Klara Ívarsdóttir gengu til liðs við ÍA í gær en þær koma báðar til liðsins frá ÍR. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍA.

Andrea er fædd árið 1995 og semur við ÍA til eins árs. Hún hefur spilað með Fjarðabyggð og ÍR á sínum ferli. Hún hefur spilað 132 leiki í 1. deild kvenna og bikar og skorað í þeim 32 mörk.

Andrea spilaði tíu leiki fyrir ÍR í sumar og skoraði í þeim fjögur mörk.

Klara er fædd árið 1995 og semur við KFÍA til tveggja ára. Hún hefur einnig spilað með Fjarðabyggð og ÍR á sínum ferli. Hún hefur spilað 139 leiki í 1. deild kvenna og bikar og skorað í þeim 3 mörk.

Klara spilaði tuttugu leik fyrir ÍR á liðnu tímabili en náði ekki að skora mark.

ÍA var í baráttu um Pepsideildar sæti í sumar en liðið endaði í 3. sæti Inkasso deildarinnar. Það voru Keflavík og Fylkir sem að fóru upp. Helena Ólafsdóttir þjálfar ÍA.
Athugasemdir
banner