Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. nóvember 2018 13:00
Arnar Helgi Magnússon
Rooney segir gríðarlega mikilvægar vikur framundan hjá United
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins segir að Paul Pogba og Romelu Lukaku séu leikmenn sem þurfa að sýna meira ef ekki eigi illa að fara hjá United.

Manchester United situr í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar tólf umferðir hafa verið spilaðar. Margir í liði United hafa ekki enn náð að sýna sínar bestu hliðar á leiktíðinni.

„Jose má fá gagnrýni, það er klárt. Ég held hinsvegar að hann muni leggja hart að sér til að vinna úr þessum vandamálum."

Rooney segir að Mourinho fá jafnvel of mikla gagnrýni.

„Mér finnst að leikmenn liðsins megi taka þetta meira á sig, þeir spila leikinn. Það hafa verið og munu verða erfiðir leikir og erfið tímabil en á þeim tímum kalla ég eftir leikmönnum eins og Pogba og Lukaku að stíga upp."

„United er með leikmenn eins og Pogba, Lukaku og Rashford. Þegar leikir eru ekki að ganga vel þá eru það þessir leikmenn sem að liðið þarf að treysta á til að taka málin í sínar hendur. Liðið þarf að fá meira frá þessum leikmönnum."

Framundan eru mikilvægar vikur fyrir United segir Rooney.

„Jólaleikjatörnin getur oft gefið vísbendingar um það hvernig liðinu mun ganga það sem eftir er af tímabilinu. Framundan eru mikilvægar fjórar til sex vikur hjá liðinu sem gætu sagt mikið til um það hvort að þetta tímabil verði vonbrigði eða ekki."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner