mán 19. nóvember 2018 11:45
Arnar Helgi Magnússon
Einar Orri yfirgefur Keflavík
Einar Orri tæklar Gísla Eyjólfsson
Einar Orri tæklar Gísla Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Orri Einarsson hefur ákveðið að yfirgefa Keflavík og leita á önnur mið. Þetta kemur fram í tilkynningu sem að knattspyrnudeild Keflavíkur sendi út.

Einar Orri hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil með Keflavík en hans fyrsti leikur var árið 2005 í Landsbankadeildinni sem þá var og hét.

Hann hefur spilað 180 leiki fyrir Keflavík og skorað í þeim tíu mörk.

Einar spilaði ellefu leiki fyrir Keflavík í sumar en liðið féll úr Pepsi deildinni nokkuð sannfærandi. Liðið náði ekki að vinna leik.

„Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur vill fyrir hönd félagsins þakka Einari frábært og óeigingjarnt starf fyrir félagið í gegnum tíðina og óskar honum velfarnaðar á nýjum slóðum."

„Einar verður alltaf stór hluti af Keflavíkur fjölskyldunni enda borinn og barnfæddur í bítlabænum."
Athugasemdir
banner
banner
banner