mán 19. nóvember 2018 14:00
Arnar Helgi Magnússon
Arnautovic vill ekki tala um framtíð sína
Mynd: Getty Images
Marko Arnautovic leikmaður West Ham og austurríska landsliðsins vildi ekkert tjá sig um framtíð sína eftir leik Austurríkis og Norður-Íra í Þjóðadeildinni í gær.

Austurríki vann leikinn 2-1 en sigurmarkið kom í uppbótartíma þegar Arnautovic átti sendingu á Lazaro sem setti boltann í netið.

Arnautovic gaf það í skyn í síðustu viku að hann vilji yfirgefa West Ham til að spila á móti bestu leikmönnum heims. Arnautovic hefur verið meðal bestu leikmanna Hamranna frá komu sinni frá Stoke í fyrra.

Hann er markahæsti maður liðsins á tímabilinu með fimm mörk í ellefu leikjum og hefur verið orðaður sterklega við Manchester United.

„Ég vil ekkert tjá mig. Ég er samningsbundinn West Ham. Eina sem ég hugsa um núna er leikurinn á móti Manchester City á laugardaginn. Það sem þið segið í fjölmiðlum kemur mér ekki við."

„Ég einbeiti mér að því að standa mig vel inni á vellinum, það er það sem ég vil vera þekktur fyrir."

Sjá einnig:
Arnautovic vill fara frá West Ham
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner