Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 19. nóvember 2018 12:54
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Meiðsli Alfreðs ekki alvarleg
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég fékk tak í nár­ann við fyrsta skot á markið í upp­hit­un. Eft­ir skoðun er þetta ekki of slæmt, 1-2 vik­ur segja þeir," segir Alfreð Finnbogason í samtali við Guðmund Hilmarsson á mbl.is.

Alfreð átti að vera í byrjunarliði Íslands gegn Belgíu síðasta fimmtudag en á síðustu stundu kom Arnór Ingvi Traustason inn í byrjunarliðið vegna meiðsla Alfreðs.

Lík­legt er að Al­freð missi af leik Augs­burg gegn Eintracht Frankfurt í þýsku Bundesligunni næsta laugardag.

Alfreð er meðal markahæstu manna þýsku deildarinnar en hann hefur skorað sjö mörk í sex síðustu leikjum.

Eftir leikinn gegn Belgíu hélt Alfreð til Þýskalands en íslenska landsliðið mun í kvöld leika gegn Katar í vináttulandsleik í Belgíu.

Sjá einnig:
Alfreð: Kitlar auðvitað að spila í ensku úrvalsdeildinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner