Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. nóvember 2018 15:35
Magnús Már Einarsson
Aron: Fékk sjokk yfir því hvað ég hafði verið blindur
Heimskuleg ákvörðun að missa af fæðingunni
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron - sagan mín er komin út en um er að ræða ævisögu Arons Einars Gunnarssonar landsliðsfyrirliða. Í bókinni lýsir hann því meðal annars ítarlega þegar hann missti af fæðingunni þegar sonur hans Óliver kom í heiminn í mars 2015.

Aron var að spila með íslenska landsliðinu í Kasakstan í undankeppni EM og því missti hann af fæðingunni. Hann segist hafa áttað sig fljótlega á því að um mistök hefðu verið að ræða.

„Þegar ég kom heim til mín í Cardiff og fékk drenginn í hendurnar skall þetta á mér. Hvað er ég að gera? Ég áttaði mig samstundis á því að þetta var allt önnur og miklu betri tilfinning heldur en að vinna einhvern fótboltaleik. Fékk sjokk þótt allt hafi blessast og ég þakkaði Guði fyrir að bæði Kristbjörg og Óliver hafi komist heil í gegnum þetta. Ég átti heilbrigðan son en fékk sjokk yfir því hvað ég hafði verið blindur," sagði Aron.

„Dagarnir í kjölfarið voru að mörgu leyti skrýtnir. KSÍ fékk tölvupósta frá fólki út í bæ sem gagnrýndi Knattspyrnusambandið fyrir að neyða fólk í landsliðsverkefni. Fólki fannst þetta fáránleg ákvörðun en þannig var bara hugsunarháttur manns fyrir fæðinguna. Ég var svo einbeittur á að spila fyrir Íslands hönd, því fylgdi svo mikið stolt að ég blindaðist. Fórnir voru bara eðlilegar."

„En ákvörðunin var fáránleg. Heimskuleg. Lífið er meira en fótbolti - en ég vissi það bara ekki þá. Ekki fyrr en einmitt þarna. Þegar ég fékk drenginn í hendurnar áttaði ég mig á því hvað fótbolti er mikið prump miðað við lífið sjálft,"
sagði Aron.

"Aron - Sagan mín" kemur í allar helstu verslanir í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner