banner
   mán 19. nóvember 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Hvern var Mourinho að skoða í leik Íslands og Belgíu?
Mourinho í stúkunni í Belgíu.
Mourinho í stúkunni í Belgíu.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, mætti á leik Íslands og Belgíu síðastliðið fimmtudagskvöld.

Romelu Lukaku, framherji Manchester United, var ekki með í leiknum vegna meiðsla og margir hafa velt því fyrir sér hvaða leikmanni hann hafi verið að fylgjast með í leiknum í Brussel.

Belgíski fjölmiðillinn Het Laatste Nieuws bendir á það í grein sinni í dag að Toby Aldwereireld, varnarmaður Tottenham og belgíska landsliðsins, hafi áður verið á óskalista Manchester United.

Het Laatste Nieuws segir að Mourinho hafi einnig áður verið á höttunum á eftir Axel Witsel miðjumanni Dortmund en hann spilaði sinn hundraðasta landsleik á fimmtudaginn.

Mourinho fór snemma af vellinum en hann yfirgaf stúkuna á 65. mínútu, rétt eftir að Michy Batshuayi kom Belgum yfir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner