Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 19. nóvember 2018 19:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fær Ari markið? - Væri mjög gott fyrsta landsliðsmark
Icelandair
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Staðan er 1-1 í vináttulandsleik Katar og Íslands sem fer fram í Eupen í Belgíu á þessu þriðjudagskvöldi.

Katar komst yfir eftir aðeins þrjár mínútur þegar Hasan Al Haydos skoraði beint úr aukaspyrnu sem átti að vera fyrirgjöf. Rúnar Alex Rúnarsson er í marki Íslands í kvöld, en leikmaður Katar skyggði á útsýni markvarðar okkar.

Á 29. mínútu jafnaði Ísland metin. Boltinn hafnaði í netinu eftir aukaspyrnu Ara Freys Skúlasonar.

Ari virtist vera að skora sitt fyrsta landsliðsmark en við nánari athugun sést að boltinn fer í markvörð Katar og inn. Boltinn var ekki á leiðinni inn áður en hann hafði viðkomu í markverði Katar.

Það er þess vegna ólíklegt að markið verði skráð á Ara en það á eftir að koma betur í ljós. Vonandi fær Ari markið.

Smelltu hér til að sjá markið.

Textalýsing Fótbolta.net frá leiknum.
Athugasemdir
banner
banner