Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 19. nóvember 2018 19:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kolbeinn skoraði - Fyrsta mark hans síðan sumarið 2016
Þremur mörkum frá markametinu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson var að koma Íslandi yfir í vináttulandsleiknum gegn Katar. Staðan er 2-1 fyrir Ísland.

Katar komst 1-0 yfir en Íslandi jafnaði með aukaspyrnumarki Ara Freys Skúlasonar.

Staðan var 1-1 í hálfleik en þegar liðnar voru 10 mínútur af síðari hálfleik fékk Íslandi vítaspyrnu eftir að boltinn fór í hendi varnarmanns Katar.

Kolbeinn Sigþórsson steig á punktinn og skoraði af feykilega miklu öryggi.

Það er mikið gleðiefni að sjá Kolbein skora aftur fyrir íslenska landsliðið en þetta er hans fyrsta landsliðsmark síðan gegn Frakklandi á Evrópumótinu 2016, hans fyrsta landsliðsmark í rúmlega tvö ár.

Kolbeinn hefur verið mikið frá vegna meiðsla síðustu ár en þetta er jafnframt fyrsti landsleikurinn sem hann byrjar síðan gegn Frakklandi á Evrópumótinu.

Þetta er 23. landsliðsmark Kolbeins í 48 landsleikjum. Hann vantar þrjú mörk til að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen.

Nú þarf Kolbeinn að stefna að því að komast í annað lið í janúar þar sem hann er í kuldanum hjá Nantes í Frakklandi.

Textalýsing Fótbolta.net frá leiknum.
Athugasemdir
banner
banner