Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 19. nóvember 2018 21:25
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands - Albert fékk áhorfendur til að taka andköf
Icelandair
Albert var maður leiksins.
Albert var maður leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Freyr átti góðan leik.
Ari Freyr átti góðan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Því miður náði Ísland ekki sigri í síðasta landsleik ársins. Hér má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net eftir 2-2 jafnteflið gegn Katar í kvöld.

Skoðaðu textalýsingu frá leiknum

Rúnar Alex Rúnarsson 5
Náði ekki upp sama takti og í vináttuleiknum gegn Frakklandi og nýtti tækifærið ekki til að setja aukna pressu á Hannes. Má setja spurningamerki við hann í mörkum Katar.

Kári Árnason 6
Fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og vont að missa þennan lykilmann út.

Sverrir Ingi Ingason 6
Ekkert yfir Sverri að kvarta.

Hörður Björgvin Magnússon 6
Átti fínan leik en hann var kominn í þá stöðu sem hann spilar með félagsliði sínu.

Rúrik Gíslason 6
Kraftur í honum sóknarlega en ekki eins góður varnarlega.

Ari Freyr Skúlason 7
Skoraði fyrra mark Íslands úr aukaspyrnu. Fær markið væntanlega ekki skráð á sig en Ari átti fínan leik.

Arnór Ingvi Traustason 5
Eftir flotta frammistöðu gegn Belgum kom ekki nægilega mikið út úr Arnóri.

Eggert Gunnþór Jónsson 6
Komst ágætlega frá hans fyrsta landsleik í langan tíma.

Albert Guðmundsson 8 - Maður leiksins
Sýndi hæfileika sína í kvöld og leið vel inni á vellinum. Katarar áttu í vandræðum með hann og áhorfendur tóku andköf í stúkunni nokkrum sinnum í fyrri hálfleik. Ekki eins áberandi í seinni hálfleiknum.

Kolbeinn Sigþórsson 6
Skoraði seinna mark Íslands úr vítaspyrnu. Átti nokkra skalla og lét finna fyrir sér. Þokast í rétta átt og getur vonandi byggt ofan á þennan glugga.

Arnór Sigurðsson 6
Arnór átti fínar rispur og var nokkrum sinnum brotið á honum þegar hann var að taka rispur.

Varamenn:

Hjörtur Hermannsson 6
Kom fínn inn í miðvörðinn eftir að Kári meiddist á 36. mínútu.

Andri Rúnar Bjarnason 5
Náði ekki að nýta þær mínútur sem hann fékk. Kom inn fyrir Kolbein á 62. mínútu.

Guðlaugur Victor Pálsson 5
Kom inn fyrir Eggert Gunnþór á 62. mínútu.

Samúel Kári Friðjónsson og Birkir Már Sævarsson spiluðu of lítið til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner