mán 19. nóvember 2018 21:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjóðadeildin: Van Dijk skaut Hollandi áfram - Lars kom Noregi upp
Van Dijk var hetja Hollands.
Van Dijk var hetja Hollands.
Mynd: Getty Images
Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, kom Noregi upp í B-deild. Ísland og Noregur verða bæði í B-deild í næstu Þjóðadeild.
Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, kom Noregi upp í B-deild. Ísland og Noregur verða bæði í B-deild í næstu Þjóðadeild.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Írland og Danmörk gerðu markalaust jafntefli.
Írland og Danmörk gerðu markalaust jafntefli.
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool og fyrirliði Hollands, tryggði þjóð sinni farseðilinn til Portúgal næsta sumar þar sem liðið mun spila í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar.

Holland þurfti jafntefli gegn Þýskalandi á útivelli í kvöld og var útlitið ekki gott eftir fyrri hálfleikinn. Timo Werner og Leroy Sane sáu til þess að staðan var 2-0 fyrir Þjóðverja í hálfleik.

Þjóðverjar voru 2-0 yfir alveg fram á 85. mínútu en þá minnkaði Quincy Promes muninn. Holland henti stóra manninum Van Dijk fram á lokamínútunum og hann jafnaði metin þegar uppbótartíminn var að hefjast með laglegu skoti.

Smelltu hér til að sjá markið

Með stiginu í Þýskalandi tók Holland efsta sætið af Frakklandi. Þýskaland var fallið niður í B-deild fyrir þennan leik.

Holland, Sviss, Portúgal og England munu leika um fyrsta titilinn í Þjóðadeildinni næsta sumar.


B-deildin
Í B-deildinni vann Tékkland 1-0 sigur á Slóvakíu Patrick Schick, leikmaður Roma, skoraði sigurmarkið fyrir Tékkland sem heldur sér þar með í B-deildinni. Slóvakía fer niður í C-deild.

Danmörk og Írland gerðu markalaust jafntefli í hinum leiknum í B-deildinni. Damörk var komið upp í A-deild fyrir leikinn en Írland fallið niður í C-deild.

Það gengur lítið hjá Írlandi og er starf Martin O'Neill í hættu. Írland hefur ekki skorað í síðustu fjórum leikjum sínum og aðeins skorað fjögur mörk í níu leikjum árið 2018.

C-deildin - Lagerback upp með sína menn
Lærisveinar Lars Lagerback í norska landsliðinu eru komnir upp í B-deild Þjóðadeildarinnar eftir 2-0 útisigur gegn Kýpur. Ola Kamara, leikmaður LA Galaxy, gerði bæði mörk Noregs.

Á sama tíma gerðu Búlgaría og Slóvenía jafntefli í sama riðli.

Noregur endar með 13 stig úr sex leikjum og fer upp í B-deild. Lagerback gæti verið með Íslandi í riðli í næstu Þjóðadeild.

Úr þessum riðli fellur Slóvenía niður í D-deild. Kýpur heldur sér uppi í C-deildinni.

D-deildin
Fjórir leikir voru í D-deild í tveimur riðlum.

Georgía var búið að tryggja sig upp í C-deild en liðið gaf ekkert eftir í kvöld og vann Kasakstan 2-1 á heimavelli. Kasakstan hafnar í öðru sæti þess riðils með sex stig en Lettland og Andorra enda bæði með fjögur stig. Það var markalaust hjá Lettlandi og Andorra í kvöld.

Makedónía vinnur í riðli 4 og fer upp í C-deild ásamt Georgíu og Hvíta-Rússlandi. Á morgun skýrist það hvort það verður Kosóvó eða Aserbaídsjan sem fer með þessum liðum.

Í riðli 4 endaði Armenía í öðru sæti, Gíbraltar í þriðja sæti og Liechtenstein í fjórða sæti.

Hér að neðan eru öll úrslit kvöldsins.

A-deild
Þýskaland 2 - 2 Holland
1-0 Timo Werner ('9 )
2-0 Leroy Sane ('19 )
2-1 Quincy Promes ('85 )
2-2 Virgil van Dijk ('90 )

B-deild
Tékkland 1 - 0 Slóvakía
1-0 Patrik Schick ('32 )

Danmörk 0 - 0 Írland

C-deild
Búlgaría 1 - 1 Slóvenía
1-0 Galin Ivanov ('68 )
1-1 Miha Zajc ('75 )

Kýpur 0 - 2 Noregur
0-1 Ola Kamara ('36 )
0-2 Ola Kamara ('48 )
Rautt spjald: ,Valentinos Sielis, Cyprus ('80)Mohamed Elyounoussi, Norway ('90)

D-deild
Andorra 0 - 0 Lettland
Rautt spjald:Valerijs Sabala, Latvia ('38)

Georgía 2 - 1 Kasakstan
1-0 Giorgi Merebashvili ('59 )
2-0 Giorgi Chakvetadze ('84 )
2-1 Oralkhan Omirtayev ('90 )

Makedónía 4 - 0 Gibraltar
1-0 Enis Bardi ('27 )
2-0 Ilija Nestorovski ('67 )
3-0 Ilija Nestorovski ('80 )
4-0 Aleksandar Trajkovski ('90 )

Liechtenstein 2 - 2 Armenía
0-1 Sargis Adamyan ('9 )
1-1 Marcel Buchel ('44 )
2-1 David Hasler ('47 )
2-2 Alexander Karapetian ('85 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner